Hvernig skiptir ég klippi?
Að skipta klippi gerir þér kleift að klippa mynd- eða hljóðklippu í aðskildar einingar svo þú getir fjarlægt villur, þéttað hraða eða bætt við umbreytingum....
Lesa meiraÓkeypis og frjáls myndskeiðaritill sem er auðveldur í notkun, auðvelt að læra og ótrúlega öflugur.
Þróað af ástríðu — 100% FRJÁLST og opinn hugbúnaður!
Við hönnuðum OpenShot forritið til þess að vera einfalt í notkun, auðvelt að læra á það, auk þess að vera eins öflugt til vinnslu myndskeiða og kostur er. Kíktu hér á nokkra af vinsælustu eiginleikunum.
Vertu fljótur að sníða til myndskeiðin þín, svo að bestu stundirnar njóti sín betur. OpenShot er með margar aðferðir til að klippa til myndskeið.
Með öflugu hreyfimyndavinnslukerfi geturðu deyft, sneitt, látið hoppa, skoppa og hreyft eiginlega allt í myndskeiðsverkefninu þínu.
Bættu við eins mörgum lögum og þú þarft fyrir vatnsmerki, bakgrunnsmyndskeið, hljóðsporum og fleira.
Með sjónhverfingakerfinu okkar geturðu fjarlægt bakgrunn úr myndskeiðum, snúið við litum, stillt birtustig og fleira af því taginu.
Skoðaðu hljóðskrárnar þínar sem bylgjuform, það er jafnvel hægt að myndgera þau í myndskeiðum.
Mjög einfalt er að setja texta og titla inn í myndskeið. Þú getur notað eitthvað af sniðmátunum okkar eða búið til þín eigin.
Myndgerðu fallegar þrívíðar hreyfimyndir með textum og sjónhverfingum, eins og til dæmis snjókomu, linsuglampa eða fljúgandi texta.
Stýrðu hraða og hreyfingum með því að hægja, snúa við eða hraða tímanum í myndskeiðum. Notaðu forstillingar eða hreyfibrellur til að stýra hraða og stefnu afspilunar.
Dragðu og slepptu myndskeiðum, hljóðskrám eða myndum beint úr skráastjóranum þínum yfir í OpenShot. Það getur varla verið einfaldara að byrja að vinna með myndskeið.
OpenShot er tiltækt á mörgum tungumálum, hægt er að þýða forritið á netinu með LaunchPad.
Við höfum hannað OpenShot með það í huga að þetta eigi að vera vinalegasti og auðveldasti myndskeiðaritill í heimi. Prófaðu bara og sjáðu sjálfur.
Að skipta klippi gerir þér kleift að klippa mynd- eða hljóðklippu í aðskildar einingar svo þú getir fjarlægt villur, þéttað hraða eða bætt við umbreytingum....
Lesa meiraKlippið byrjun eða enda myndbands til að fjarlægja óæskilegt efni. Þessi leiðarvísir sýnir hvernig á að klippa myndbandsklippur í OpenShot....
Lesa meira